Markþjálfun – síða í vinnslu!

Markþjálfun

Hvað viltu, hvert viltu stefna og hvernig? Markþjálfun er aðferðarfræði sem hjálpar þér að öðlast skýrari framtíðarsýn og skilgreina hvert þú vilt stefna.  Hjálpar þér að ná auknum árangri og vinna markvisst að þínum draumum með skipulegum hætti.

Til að panta tíma hafðu samband: bjarni@kraftmeiri.is

Dáleiðsla

 

Til að panta tíma hafðu samband: bjarni@kraftmeiri.is

Fyrirlestur fyrir hópa, stóra og smáa! Hef farið með fyrirlesturinn á vinnustaði sem hluta af hópefli/heilsueflingu með góðum árangri.

Hugarfar og taugakerfi-samspil hugar og líkama

Fyrirlesturinn fjallar um áhrif hugsana okkar á taugakerfið og allan líkamann í heild sinni, hvernig hugsun er orsök alls og að við sjálf erum þau sem berum ábyrgð á okkar eigin heilsu og velferð yfir höfuð.   Ég byrja á að fara yfir eigin sögu en ég var sjálfur með ofsakvíða sem barn, og náði á honum góðum tökum.

Ég er með glærur sem ég tala út frá sem og eigin reynslu, þar sem við hugsum í myndum en ekki orðum næ ég betur til fólks þannig.

Einnig kenni ég fólki slökun í lok fyrirlestursins og útskýri mikilvægi þess að stunda meðvitaða slökun ásamt því að taka ábyrgð á eigin heilsu.

Markmiðið er að fólk fái betri skilning á því hvernig hugur okkar virkar og hvernig við getum sjálf verið meðvituð og stýrt okkar hugsanamynstri og þar með okkar líðan.
Erindið tekur um klukkustund og hentar hópum af öllum stærðum.  Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband!

Skráðu þig núna!

Skráðu þig núna með því að fylla út formið hér að neðan.