Ef þú vilt hámarks aðhald og leiðsögn á hverri æfingu er einkaþjálfun tilvalin fyrir þig. Æfingaáætlun sérsniðin að þínum þörfum og aðhald og eftirfylgni á hverri æfingu, tryggjum rétta líkamsbeitingu í öllum æfingum og að þú fáir það allra mesta út úr hverjum tíma.
Mikil áhersla á hugarfarið en það er lykillinn að árangri til frambúðar, raunhæf markmiðasetning og ávallt með andlega og líkamlega heilsu í huga. Vertu besta útgáfan af þér!
Innifalið í einkaþjálfun:
- Mælingar í byrjun og lok tímabils með skanna, á vigt og ummál mælt.
- Sérsniðin æfingaáætlun sem tekur mið af þínum markmiðum
- Ráðgjöf um mataræði/matardagbók eða mataráætlun (eftir þörfum hvers og eins)
- Heimaæfingaáætlun fyrir þá sem það vilja
Hópþjálfun
Sumum hentar vel að æfa með öðrum en vantar leiðsögn og aðhald á æfingu. Fáðu helstu kosti einkaþjálfunar en á lægra verði með hópþjálfun. Aðstoð með raunhæfa markmiðasetningu þar sem stefnan er sett. Áhersla á rétta líkamsbeitingu og mikil hvatning þannig að hver og einn fái alltaf sem mest út úr tímanum.
Mæling með skanna:
Mælingar með skanna sem mælir öll svæði líkamans og sýnir bæði fitu % og gæði vöðva á hverju svæði. Mjög gott viðmið hvað varðar fitu% og eins hvar þarf að bæta vöðvamassa.
Mælingin tekur um 30 mínútur og kostar kr. 5.000,-