Bjarni Steinar Kárason hefur áralanga reynslu af þjálfun og líkamsrækt. Hann stundaði frjálsar íþróttir frá unga aldri og hóf ungur að stunda líkamsrækt í lóðasal.
Árið 2004 tók Bjarni Steinar ACE einkaþjálfararéttindi og hefur síðan setið fjöldamörg námskeið tengd líkamlegri og andlegri heilsu. Hann hefur kennt spinning, ýmsa styrktarþjálfun, yoga og hefur víðtæka reynslu við þjálfun allt frá ungmennum upp í eldri borgara.
Bjarni Steinar hefur einnig lokið markþjálfanámskeiði hjá Profectus.
Þá leggur Bjarni Steinar áherslu á hugarfarið sem er lykillinn að árangri til frambúðar.
Verkefnin hafa verið fjölbreytt, m.a:
- Íþróttafólk
- Fólk sem farið hefur í efnaskiptaaðgerðir
- Aðilar með kvíða á öllum aldri
- Ungt fólk að taka sín fyrstu skref í líkamsrækt
- Fjölskyldur sem vilja æfa saman
- Eldri borgarar
- Fólk sem hefur þurft stuðning til að koma sér af stað í ræktinni
- Ungmenni með einhverfu/félagslegan vanda