Skrítnir tímar!

Öll erum við að upplifa furðulega tíma þessa dagana! Lokuð ræktin svo ekkert hægt að sprikla þar en gaman að sjá hversu margir eru duglegir að fara út og hreyfa sig, sem og hreyfa sig heima, áfram þið! Ég nýtti tækifærið og lét langþráðan draum rætast um þætti þar sem ég ræði um það sem liggur mér nærri, alls kyns málefni og fæ til mín góða gesti!

Kraftmeiri hugur og líkami varð afurðin og er þáttunum streymt beint á facebook síðu Kraftmeiri, www.facebook.com/kraftmeiri og hægt að finna þá þar inni!

Endilega kíkið! Ég mun svo láta vita þegar ég byrja aftur að þjálfa og opna fyrir bókanir, farið vel með ykkur og hugið vel að bæði likama og hug!