Keyrum þetta í gang!
Gleðilegt nýtt ár öll sömul og velkomið 2019!! Nú er allt að fara á fullt og dagbókin óðum að fyllast! Er á fullu spani með hóptíma í Reebok Fitness, mæli með því að þið kynnið ykkur það sem þar er í boði, úrval af frábærum og fjölbreyttum tímum með frábærum kennurum! Ég kenni eins og er Cardiofit, 60+ og leysi af í Spinning endrum og eins og þegar tími gefst!
Á enn eitthvað laust í þjálfun og ég bendi á fjarþjálfun fyrir þá sem þurfa stuðning en treysta sér til að fylgja plani á eigin spýtur! Gerum þetta vel!
Hlakka til að takast á við árið með ykkur 😀