Einkaþjálfun

Ef þú vilt hámarks aðhald og leiðsögn á hverri æfingu er einkaþjálfun tilvalin fyrir þig. Æfingaáætlun sérsniðin að þínum þörfum og aðhald og eftirfylgni á hverri æfingu, tryggjum rétta líkamsbeitingu í öllum æfingum og að þú fáir það allra mesta út úr hverjum tíma.

Mikil áhersla á hugarfarið en það er lykillinn að árangri til frambúðar, raunhæf markmiðasetning og ávallt með andlega og líkamlega heilsu í huga. Vertu besta útgáfan af þér!

Innifalið í einkaþjálfun:

  • Mælingar í byrjun og lok tímabils með skanna sem sýnir vöðvamassa eftir líkamshlutum.
  • Markviss markmiðasetning
  • Sérsniðin æfingaáætlun sem tekur mið af þínum markmiðum
  • Ráðgjöf um mataræði/matardagbók eða mataráætlun (eftir þörfum hvers og eins)
  • Heimaæfingaáætlun fyrir þá sem það vilja
  • Slökun
  • Góðar teygjur

Verðskrá má sjá hér: https://kraftmeiri.is/verdskra/