Byrjandinn í líkamsrækt – Ungmennaþjálfun

Byrjandinn í líkamsrækt er 12 vikna námskeið fyrir ungmenni á aldrinum 10-18 ára sem eru að koma sér af stað í líkamsrækt og vilja fá leiðsögn og þétt utanumhald. Unnið er samkvæmt þörfum hvers og eins markvisst að markmiðum sem viðkomandi setur sér með þjálfara í upphafi þjálfunar. Æft er 2x í viku í 45 mínútur í senn undir handleiðslu þjálfara.

Bjarni Steinar þjálfari hefur áralanga reynslu af þjálfun ungmenna með kvíða og aðrar áskoranir. Mikilvægt er að hugarfarið sé skoðað samhliða hreyfingunni til að byggja upp sterka sjálfsmynd.

Hægt er að nýta frístundastyrk hjá Reykjavíkurborg upp í námskeiðið með því að smella HÉR

Hægt er að nýta frístundastyrk hjá Kópavogsbæ upp í námskeiðið með því að smella HÉR

Verð fyrir 12 vikna námskeið 140.000.

Upplýsingar í síma 693-7590 eða á netfanginu bjarni@kraftmeiri.is