Að lyfta létt­um lóðum

 

Því hef­ur lengi verið haldið fram að fólk þurfi að lyfta þung­um lóðum vilji það stækka vöðvana. Ný­leg rann­sókn, sem fram­kvæmd var við McCa­ster-há­skól­ann í Bretlandi, virðist þó draga þetta í efa.

Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar birt­ust ný­verið, en þar kem­ur fram að þeir sem lyfta létt­um lóðum geta bætt við sig jafn­mikl­um vöðvamassa og þeir sem kjósa að lyfta þung­um lóðum.

Vís­inda­menn fylgdu 49 karl­mönn­um eft­ir, sem all­ir höfðu stundað styrkt­arþjálf­un sam­fleytt í 12 mánuði.

Helm­ing­ur þátt­tak­end­anna var lát­inn lyfta þung­um lóðum, sem or­sökuðu þreytu eft­ir 10 end­ur­tekn­ing­ar. Hinn helm­ing­ur­inn var lát­inn lyfta lóðum í létt­ara lagi, sem urðu til þess að þátt­tak­end­ur þreytt­ust eft­ir 25 end­ur­tekn­ing­ar.

Æfing­ar stóðu yfir í 12 vik­ur, en þátt­tak­end­ur fóru í rækt­ina fjór­um sinn­um í viku. Niður­stöðurn­ar komu held­ur bet­ur á óvart, en þær voru sams kon­ar hjá báðum hóp­um. Vís­inda­menn­irn­ir hafa því sett fram þá til­gátu að það sé í raun þreyt­an sjálf, en ekki þyngd­in á lóðunum, sem veld­ur aukn­um vexti vöðva.

Dr. Stu­art Phillips, sem fór fyr­ir rann­sókn­inni, sagði í viðtali við New York Times að mörg­um þætti bæði auðveld­ara og minna yfirþyrm­andi að lyfta létt­um lóðum. Jafn­vel þótt þeir þurfi að fram­kvæma fleiri end­ur­tekn­ing­ar til að þreyta vöðvana.

 

Fengið af mbl.is