Fjarþjálfun

12 vikur með mælingum við upphaf og lok tímabils á 50.000.-
(4 vikur eru á 15.000.- án mælinga).

Öll höfum við misjafnar þarfir og ekkert eitt virkar fyrir alla.  Þess vegna bjóðum við upp á einstaklingsmiðaða fjarþjálfun þar sem markmið hvers og eins eru í fyrirrúmi.  Hvort sem þú vilt létta eða tóna líkamann, stækka vöðva, styrkja þig eða bæta þolið þá getum við aðstoðað!

Markmiðasetning er lykillinn að árangri og því leggjum við mikið upp úr því að aðstoða þig við að finna þín eigin markmið sem við svo notum til að sníða æfingaáætlun að þínum þörfum.

Innifalið er forrit sem þú getur sett upp í símann þinn þar sem æfingaáætlun er sett upp ásamt myndböndum sem sýna hvernig æfingarnar eru gerðar.

Regluleg yfirferð a matardagbók og tillögur að hollari kostum hjálpar þér að bæta mataræðið og þar með árangur þinn í leiðinni.

Góður stuðningur og aðgengi að þjálfara skiptir miklu máli og við leggjum áherslu á að svara öllum spurningum fljótt og vel!

Innifalið í fjarþjálfun:

  • Aðstoð við raunhæfa markmiðasetningu
  • Sérsniðin æfingaáætlun sem tekur mið af þínum markmiðum
  • Forrit í símann sem sýnir myndbönd af æfingum ásamt áætlun
  • Ráðgjöf um mataræði/matardagbók eða mataráætlun (eftir þörfum hvers og eins)
  • Heimaæfingaáætlun fyrir þá sem það vilja
  • Virkt aðhald frá þjálfara